Glerhandverk

Fór á fína sýningu í dag svona óvart. Listamaðurinn kallar sig Þóa og er að gera skemmtilega hluti í gler og fleiri efni.
Hún stefnir á heimasíðu www.thoa.is, en held að hún sé ekki virk eins og er.
Annars er hún að sýna í Ráðhúsi Reykjavíkur, já þessu við tjörnina, til 31. júlí.
Mæli með þessari sýningu og þá sérstaklega Samleið verkunum, Flight og svo verk sem ég man ekki alveg hvað heitir en sýnir mannsmynd, konu, sem er umvafinn rimlum og í mannsmyndinni sér maður lykil. Þetta verk sýnir að maður hefur sjálfur lykilinn að lausnum sinna vandamála. Ansi flott verk.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Sammála með glerlistina. Fór um daginn að skoða þessa sýningu og féll alveg fyrir tveimur svipuðum verkum, Samleið-frost og Samleið-Haust. Ef ég hefði haft Visa kortið mitt góða með í för er mikil hætta á að ég hefði bara skellt mér á a.m.k. annað verkið. Verð aðeins kr: 120.000 hvort verk. Spurning um að bjóða 200.000 kall í bæði. Það má líka alltaf fá vaxtalaust Listaverkalán KB banka, vaxtalaust til 100 ára.
Einu skilyrðin eru að borga samviskusamlega af herlegheitunum.
Ætla aðeins að spá í þetta betur.
Arnar Thor sagði…
já þetta var ljúf sýning og ekki síður að spjalla við listakonuna. Hún var skemmtileg.

Arnar

Vinsælar færslur